Fréttir og tilkynningar


Framkvæmda­stjóri og bókari félags fá samtals 211 milljóna króna sekt

23.2.2021

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarmann félags ásamt bókara þess til þess að greiða, hvor um sig, 105,5 milljónir í sekt.

Voru þeir í sameiningu ákærðir fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og virðisaukaskattsskýrslum og fyrir að hafa rangfært bókhald félagsins. Þá var framkvæmdastjórinn jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu og sjálfum sér ávinnings af brotunum. Í niðurstöðum dómsins kom fram að brotin hefðu verið unnin í sameiningu, borið vott um einbeittan brotavilja og varðað háar fjárhæðir. Hefðu ákærðu með háttsemi sinni stuðlað að skattsvikum og þætti ekki ástæða til eins og atvikum væri háttað að gera greinarmun á þætti hvors um sig hvað það varðaði. Alls nam vangreiddur tekjuskattur tæplega 7,5 milljónum og vangoldinn virðisaukaskattur tæpum 66 milljónum króna og er sektargreiðsla því sem næst þrefaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin. Var framkvæmdastjórinn jafnframt dæmdur til 15 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og bókarinn dæmdur til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Dómur héraðsdóms Reykjaness


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum