Fréttir og tilkynningar


Sátt vegna brota á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

12.5.2021

Þann 24. mars 2021 gerðu ríkisskattstjóri og málsaðili sátt vegna brota málsaðila á 5. og 10. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og 7. gr. laga nr. 64/2019, um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.

Brot aðila fólust í því að hafa hvorki framkvæmt áhættumat á rekstri sínum né innleitt innri reglur og verkferla með fullnægjandi hætti, sbr. 5. gr. laga nr. 140/2018, hafa ekki framkvæmt áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum, sbr. 10. gr. laga nr. 140/2018 og með því að hafa ekki innleitt ferla og aðgerðir til að meta hvort viðskiptamenn hans væru á listum yfir þvingunaraðgerðir, sbr. 7. gr. laga nr. 64/2019.

Málsaðila hefur verið gert að greiða sekt að fjárhæð 1.500.000 krónur og að framkvæma úrbætur á rekstri sínum innan gefins frests. 

Samkomulagið um sátt hefur verið birt í heild sinni


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum