Fréttir og tilkynningar


Greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds

10.6.2021

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög nr. 36/2021, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar).

Samkvæmt lögunum geta launagreiðendur sem fengið hafa frest hjá Skattinum til skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021, sótt um að þeim greiðslum verði dreift á 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur. Fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar er 1. júlí 2022.

Sækja þarf um greiðsludreifingu á þjónustusíðu Skattsins í síðasta lagi 15. júní 2021.

Sjá nánar um greiðsludreifingu staðgreiðslu og tryggingagjalds.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum