Fréttir og tilkynningar


Álag á vangreiddan virðisaukaskatt ekki fellt niður

29.3.2021

Álagi í virðisaukaskatti verður beitt á vangreiddan virðisaukaskatt á gjalddaga uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2021 þann 6. apríl nk.

Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga um virðisaukaskatt skal aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu hafi virðisaukaskattur ekki verið greiddur á tilskildum tíma.

Á gjalddögum uppgjörstímabila ársins 2020 var Skattinum heimilt samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra að fella niður álag skv. 27. gr. tímabundið eða ótímabundið, skv. ákvæði til bráðabirgða nr. XXXVII við lög um virðisaukaskatt. Framangreint ákvæði til bráðabirgða var ekki framlengt fyrir árið 2021 og vill ríkisskattstjóri því vekja sérstaka athygli á því að álagi verður beitt vegna vangreidds virðisaukaskatts á gjalddaga uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2021 og á öðrum gjalddögum hér eftir.

Því þarf að greiða virðisaukaskatt skv. virðisaukaskattsskýrslu fyrir eða á gjalddaga til að sæta ekki álagi skv. framangreindri 27. gr. laga um virðisaukaskatt. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum