Fréttir og tilkynningar


Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2021

15.10.2021

Annað árið í röð er Skatturinn meðal þeirra fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnanna sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.

Vidurkenning_merki_2021Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu og var veitt viðurkenning til 38 fyrirtækja, sjö sveitarfélaga og átta opinberra aðila úr hópi þeirra sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Hjá Skattinum er unnið eftir jafnréttisstefnu sem sett hefur verið og hefur embættið hlotið jafnlaunavottun. Í framkvæmdastjórn Skattsins sitja 12 manns, þar af sex konur.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum