Fréttir og tilkynningar


Skráningargjöld félagasamtaka og sambærilegra aðila breytast

14.12.2021

Vegna breytinga sem Alþingi hefur samþykkt á lögum um aukatekjur ríkissjóðs breytast skráningargjöld nokkurra félaga, m.a. félagasamtaka, almannaheillafélaga og húsfélaga.

Skráningargjald félagasamtaka, almannaheillafélaga, húsfélaga og annarra félaga sem falla undir 4. og/eða 5. tölul. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá, verður eftir breytingu 25.000 kr. og kennitölugjald 5.000 kr. Samtals verður gjald þessara aðila 30.000 kr. við skráningu. Tilkynningargjald vegna breytinga á skráningu sömu aðila verður 2.000 kr.

Skoða gjaldskrá fyrirtækjaskrár

Lög 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum