Fréttir og tilkynningar


Viðspyrnustyrkir - breytingar

29.6.2021

Með lögum nr. 37/2021 voru gerðar breytingar á lögum nr. 160/2020, um viðspyrnustyrki. Var m.a. heimilað að greiða viðspyrnustyrki til þeirra rekstraraðila sem orðið hafa fyrir 40-60% tekjufalli á tilgreindum tíma, en áður hafði tekjufall þurft að ná a.m.k. 60%.

Umsókn um viðspyrnustyrk hefur verið breytt vegna þessa og er nú hægt að sækja um styrki samkvæmt umræddum breytingum.

Helstu breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 37/2021 eru þessar:

• Styrktímabil var framlengt þannig að það nær nú frá 1. nóvember 2020 til og með nóvember 2021.

• Tekjufall þarf nú að hafa verið a.m.k. 40% (í stað 60% áður).

• Ef tekjufall var á bilinu 40-60% þá er hámark styrks 300.000 kr. á hvert stöðugildi í mánuðinum og ekki hærra en 1,5 milljónir í heild, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Alveg sömu útreikningsreglur gilda og áður, sbr. leiðbeiningar þar um á vef Skattsins.

• Umsóknarfrestur var framlengdur og er nú til og með 31. desember 2021. Gildir það um allt umsóknartímabilið, þ.e. frá og með nóvember 2020 til og með nóvember 2021.

Sótt er um viðspyrnustyrki á þjónustuvef Skattsins. Ef umsækjandi er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum