Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi – lokadagsetning

22.10.2021

Vakin er athygli innflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum að lokað verður fyrir móttöku eldri tegundar skýrslu (E1) þann 1. febrúar 2022.

Frá þeim tíma verður eingöngu tekið við skýrslum á SAD formi (E2). Innflytjendur þurfa að uppfæra kerfi sín í samráði við framleiðenda eða seljanda hugbúnaðar sem fyrirtækið notar.

Innflytjendur sem kjósa að uppfæra ekki geta nýtt sér þjónustu tollmiðlara við tollafgreiðslu vörusendinga.

Skatturinn býður jafnframt upp á Vef-tollafgreiðslukerfi án endurgjalds. Fjölmörg minni innflutningsfyrirtæki nota þetta kerfi, en það hefur engar tengingar við bókhalds- eða lagerkerfi innflytjenda.

Sjá einnig þessa frétt

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum