Fréttir og tilkynningar


Sameining Skattsins og Skattrannsóknarstjóra ríkisins

23.4.2021

Þann 1. maí nk. sameinast Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri ríkisins en lög þess efnis voru samþykkt frá Alþingi þann 20. apríl sl. 

Með breytingum á efnisreglum og stofnanauppbyggingu er brugðist við þeim kröfum sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota, og komið í veg fyrir að aðilar sæti tvöfaldri refsingu vegna slíkra brota. Meginmarkmið breytinganna er að einfalda málsmeðferð við rannsókn og saksókn skattalagabrota, stytta málsmeðferðartíma við rannsókn, bæta innheimtu sekta og stuðla að jafnræði skattaðila við afgreiðslu mála og þar með fyrirsjáanleika um hvar málum verði lokið. Skattrannsóknarstjóri mun áfram fara með rannsókn skattamála og ákvörðun sekta innan sameinaðrar stofnunar Skattsins.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum