Fréttir og tilkynningar


Opið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá

22.11.2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi.

Félög, sjóðir og stofnanir sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2003, sbr. einnig 9. tölul. sömu greinar, geta sótt um heimild til skráningar í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur. 

Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins.

Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Nánari upplýsingar um almannaheillaskrá


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum