Fréttir og tilkynningar


Ríkisskattstjóri er stofnun ársins 2018

9.5.2018

Í þriðja sinn á síðustu fjórum árum er ríkisskattstjóri kjörin stofnun ársins í árlegri könnun SFR.

Ingvar J. Rögnvaldsson ríkisskattstjóri veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í dag, en könnun á ríkisstofnun ársins er nú gerð í þrettánda sinn. Ríkisskattstjóri varð í fyrsta sæti, af 82 stofnunum, í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. 

Ingvar J. Rögnvaldsson ríkisskattstjóri veitir viðurkenningunni viðtöku

Embætti ríkisskattstjóra hefur tekið þátt í þessari könnun frá upphafi og hefur síðastliðin 11 ár verið í einum af fimm efstu sætunum í sínum flokki og verið kjörin stofnun ársins þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á vef SFR

Stofnun ársins 2018


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum