Fréttir og tilkynningar


Snorri Olsen skipaður ríkisskattstjóri

2.10.2018

Snorri Olsen hefur tekið við embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984 og hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl á því ári. Hann gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála.

 Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997 en frá 1. október 1997 var hann skipaður tollstjóri og gegndi því embætti fram til loka september 2018. 

Starfsmenn ríkisskattstjóra bjóða Snorra velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í komandi verkefnum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum