Fréttir og tilkynningar


Birting álagningar - myndband

29.5.2018

Birting á álagningu einstaklinga er með mjög breyttu sniði í ár miðað við undanfarin ár en álagningarseðillinn var orðinn barn síns tíma.

Gamli álagningar- og innheimtuseðillinn sem hefur verið við líði undanfarin ár hefur nú vikið fyrir mun nútímalegri framsetningu. Álagningin er líkt og áður birt niður á hvern gjalddaga en nú er hægt að skoða nánar einstaka liði álagningarinnar til að sjá bæði útreikninga og til að fá nánari upplýsingar. Þannig er t.a.m. hægt að skoða útreikninga barnabóta, vaxtabóta, tekjuskatts og útsvars. Auk þess er að finna upplýsingar um hve hátt hlutfall skatta sem lagðir eru á tekjur einstaklinga eru af tekjuskattsstofni og hvernig 
skattgreiðslurnar skiptast á milli ríkissjóðs og sveitarfélags.

Á Youtube rás ríkisskattstjóra er að finna stutt kynningarmyndband á þessari nýju framsetningu

Skjáskot af myndbandi spilað á youtube Skoða myndband á Youtube


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum