Fréttir og tilkynningar


Breytingum á formi VSK-skýrslna frestað

28.11.2018

Ríkisskattstjóri vill vekja athygli á því að fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattsskýrslum frá og með 1. janúar 2019 mun verða frestað um óákveðinn tíma. 

Fyrirhugað var að auka sundurliðun upplýsinga í skýrslunum umtalsvert og hafði bæði endurskoðendum og bókurum verið sagt frá þessum fyrirætlunum og sýndar fyrstu hugmyndir. Af ýmsum orsökum frestast þessi áform þar til síðar.  

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum