Fréttir og tilkynningar


Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2018

28.9.2018

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2018 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.

Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu við lok álagningar 2018 var 61.027 en þar af voru 44.102 skattskyld félög og sameignarfélög og 16.925 lögaðilar sem undanþegnir eru tekjuskatti. Fyrir lok álagningar höfðu 35.960 skattframtöl borist eða 81,54% þeirra. Í fyrra höfðu 81,83% framtala borist fyrir lok álagningar. Gjöld 8.561 lögaðila voru áætluð sem er 19,41% lögaðila á skattgrunnskrá. Fyrir ári voru gjöld 21,13% lögaðila á skattgrunnskrá áætluð.

Alls voru 186.829.068.140 kr. lagðar á lögaðila í opinber gjöld sem var 751.988.887 kr. eða 0,4% meira en lagt var á í fyrra. Þá má geta þess að 2.124.161.798 kr. voru endurgreiddar nýsköpunarfyrirtækjum í skattfrádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem var 16.672.630 kr. meira en var endurgreitt í fyrra. Auk þess gekk 624.458.256 kr. skattfrádráttur til nýsköpunarfyrirtækja upp í álagðan tekjuskatt þeirra.

 

Skipting opinberra gjalda lögaðila 2018 er þannig:

  
GjaldFjárhæð  Breyting
 Tryggingagjald 93.346.015.870 6,7%
 Tekjuskattur 74.911.802.270 -6,9%
 Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki 9.445.525.602 8,0%
 Sérstakur fjársýsluskattur 3.646.534.117 0,4%
 Fjársýsluskattur 3.204.379.707 8,4%
 Fjármagnstekjuskattur 1.533.288.442 -18,6%
 Útvarpsgjald 694.944.000 5,4%
 Jöfnunargjald alþjónustu 46.578.132 -0,9%
 Samtals 186.829.068.141 0,4%
   
 Skattfrádráttur vegna rannsóknarkostnaðar 2.748.620.054 0,8%


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum