Fréttir og tilkynningar


Skattframtal einstaklinga verður opnað 1. mars

22.2.2018

Frestur til að skila framtali er til 13. mars en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 16. mars.

Helstu upplýsingar um laun, fasteignir, bifreiðar, bankainnstæður, vaxtatekjur, hlutabréfaeign, arð, skuldir og fleira verða fyrirfram áritaðar inn á framtalseyðublaðið. Er því fljótlegt og einfalt að yfirfara framtalsupplýsingarnar bæta við þar sem vantar upp á og staðfesta síðan.

Til að opna framtalið þarf að nota rafræn skilríki eða veflykil frá RSK. Unnt er að panta veflykil og fá hann sendan í heimabanka. Ríkisskattstjóri mælir með notkun rafrænna skilríkja sem öruggari innskráningu.

Framteljendur sem stunda atvinnurekstur þurfa að skila ársreikningi eða rekstraryfirliti með framtali sínu.  Endurskoðendur og bókarar sem annast framtalsgerð hafa lengri frest til að skila framtalsgögnum eða allt fram í miðjan apríl.

Reiknað er með að niðurstaða álagningar liggi fyrir eigi síðar en 31. maí 2018. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum