Tilkynning til innflytjenda um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna 3. gr. laga nr. 117/2018
Frá og með næstu áramótum, með hliðsjón af gildistöku 3. gr. laga nr. 117/2018, mun breytt stjórnsýsluframkvæmd taka gildi í málum þar sem eftirgjafaþegar vörugjalds af ökutækjum teljast ekki uppfylla skilyrði fyrir niðurfellingu vörugjalds.
Frá 1. janúar 2019 mun Tollstjóri innheimta vexti og 50% álag ásamt viðbótarvörugjaldi, í samræmi við 5. gr. laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993, sbr. 3. gr. laga nr. 117/2018.
Beina má fyrirspurnum um framkvæmd eftirgjafar vörugjalds af ökutækjum á netfangið serafgreidslur[hja]tollur.is.