Rafræn birting greiðsluseðla bifreiðagjalda – nýtt fyrirkomulag
Samhliða birtingu seðlanna stofnast krafa í
netbanka. Ár hvert hafa verið sendir út um 480 þúsund greiðsluseðlar
vegna bifreiðagjalda en með þessu má spara um 65 milljónir króna árlega og 5
tonn af pappír.
Greiðsluseðlar
til lögaðila, sem taka á móti rafrænum reikningum, verða sendir út
rafrænt á XML formi í gegnum skeytamiðlara. Jafnframt birtist reikningur
lögaðila í pósthólfinu á www.island.is, á þjónustusíðu RSK og sem krafa í netbanka. Þeir lögaðilar sem
ekki taka á móti rafrænum reikningum fá undanþágu við næsta gjalddaga og fá
senda prentaða reikninga.
Óski einstaklingar sérstaklega eftir að fá senda útprentaða greiðsluseðla er hægt að hafa samband við sýslumenn og þjónustuver Tollstjóra í síma 560-0300 eða senda póst á netfangið fyrirspurn@tollur.is.
Álagning
bifreiðagjalds fer fram 1. janúar og 1. júlí og er eindagi bifreiðagjalda 15.
febrúar og 15. ágúst ár hvert.