Fréttir og tilkynningar


Rafrænar greiðslukvittanir

16.1.2018

Fjársýsla ríkisins sendir nú allar kvittanir frá innheimtumönnum ríkissjóðs rafrænt inn á pósthólf gjaldanda á vefnum island.is. Tollstjóri sendir því ekki lengur pappírskvittanir í pósti.

Þetta gildir hvort sem um innborgun á skuld eða útborgun inneignar er að ræða og jafnframt ef inneign hefur verið skuldajafnað.

Til að nálgast kvittanirnar er farið á slóðina https://minarsidur.island.is/ þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir að þú hefur skráð þig inn er smellt á pósthólf en þar birtast kvittanirnar ásamt öðrum skjölum sem send hafa verið til þín frá opinberum aðilum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum