Fréttir og tilkynningar


Breytingar á tollskrá

25.10.2018

Þann 26. október tekur gildi ný útgáfa af tollskrá. Þetta er útgáfa 2 sem inniheldur breytingar samkvæmt auglýsingu í A-deild stjórnartíðinda nr. 110/2018.

Þessi breyting er smávægileg. Aðeins eru þetta um þrjár breytingar. Ís í vörulið 2105 fær ný númer fyrir ís sem inniheldur áfengi. Einnig bætast við númer fyrir vörur sem innihalda nikótín og vökva fyrir rafrettur í vörulið 3824. Að lokum fá rafrettur sér tollskrárnúmer í vörulið 8543.

Veftollskráin uppfærist á miðnætti en pdf útgáfa af tollskránni verður aðgengileg á vefnum eftir helgi.

Fyrir þá sem eiga skrána útprentaða þá er ekki nauðsynlegt að prenta út alla skrána heldur er í raun nóg að prenta út og skipta um eftirfarandi síður:

Bls. 1-2

Bls. 99-100

Bls. 183-184

Bls. 399-400

Fjórar blaðsíður í allt.

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 26. október 2018 eru aðgengilegir á vef Tollstjóra: http://www.tollur.is/tollskrarlyklar 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum