Fréttir og tilkynningar


Álagning lögaðila 2018 verður 28. september nk.

18.9.2018

Senn líður að birtingu álagningar lögaðila 2018, vegna rekstrarársins 2017. Framtalsfresti lauk 31. maí en fresti þeirra sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína til að skila skattframtali lögaðila lauk 5. september sl.

Álagning lögaðila verður föstudaginn 28. september nk. og fer nú fram einum mánuði fyrr en áður. Vegna þess verða gjalddagar í innheimtu nú þrír í stað tveggja áður.

Álagningarseðlar verða birtir á þjónustuvef ríkisskattstjóra þann 28. september n.k. Framvegis verða álagningarseðlar ekki sendir í pósti en hafa má samband við þjónustuver RSK til að fá álagningarseðil á pappír.

Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 28. desember 2018.

Nánari upplýsingar um forsendur álagningar 2018 er að finna á rsk.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum