Fréttir og tilkynningar


Töluverður fjöldi mála hér á landi í tengslum við alþjóðlega aðgerð

6.1.2023

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að ólöglegum lyfjum og steratengdum efnum og bar nafnið Shield III. Alls tóku 28 ríki þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í átta mánuði á árinu 2022.

Á meðan á aðgerðinni stóð nutu embættin aðstoðar tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Töluverður fjöldi smærri mála kom upp hér á landi í tengslum við aðgerðina. Á meðal þess sem lagt var hald á hér á landi voru steratengd efni, rislyf og svokölluð „smart-drugs“.

Á alþjóðavísu var lagt hald á lyf að andvirði rúmlega 40 milljón evra auk þess sem 349 einstaklingar voru handteknir eða tilkynntir til yfirvalda.

Lesa nánar í fréttatilkynningu Europol vegna Shield III aðgerðar: Authorities take medicines and doping substances worth over EUR 40 million off the market | Europol (europa.eu)

Tollgæslustjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.





Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum