Falsaðar OxyContin töflur í umferð

16.7.2025

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur greint falsaðar 80 mg OxyContin töflur í dreifingu á Íslandi. Töflurnar innihalda ekki oxycodone.


Falsaðar OxyContin töflur


  • Töflurnar innihalda parasetamól, koffein, kódein, klónazepam, biperiden og ketorolac.
  • Töflurnar sem greindar voru komu frá Norðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu.
  • Töflurnar líkjast mjög venjulegum OxyContin 80 mg töflum, stimplaðar ”OC” og ”80” en fölsuðu töflurnar eru þykkari og filmuhúðin er lausari í sér.
  • Rétt þykir að senda út gula viðvörun sérstaklega í ljósi þess að áhrif geta verið mjög ófyrirsjáanleg og valdið alvarlegum heilsufarsáhrifum.


Ávalt skal hringja á Neyðarlínu 112 vegna gruns um ofskömmtun.

Gefa skal Naloxone (Nyxoid nefúða) ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða og alltaf hringja í Neyðarlínu 112 eftir gjöf á Naloxone.


Frá starfshópi um samræmingu gagna og snemmbúnar viðvaranir við fíkniefnafaraldri.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum