Fréttir og tilkynningar


Vegna áritunar námslána á framtöl

7.3.2023

Menntasjóður námsmanna (áður LÍN) sendi frá sér tilkynningu um að sjóðurinn hefði fyrir mistök ekki sent ákveðna tegund lána til áritunar fyrir opnun skattframtals.

Mismunandi er eftir stöðu skattframtals hvernig bregðast þarf við.

Framtali skilað

Hafi framtali þegar verið skilað inn án þessa láns er aðeins ein leið til að bæta því við.

  1. Skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins, velja „framtal“ og „senda leiðréttingu“
  2. Þar skal óska eftir að láni verði bætt við og senda lánsnúmer og stöðu í árslok (þær upplýsingar má fá á þínum síðum hjá Menntasjóðnum undir „mitt lán“).

Framtal opnað en ekki skilað

  1. Skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins, opna framtal á síðu fjögur, eignir og skuldir.
  2. Skrá upplýsingar um lánsnúmer og áramótastöðu í kafla 5.5 Aðrar skuldir (þær upplýsingar má fá á þínum síðum hjá Menntasjóðnum undir „mitt lán“).

Framtal ekki opnað og ekki skilað

Skatturinn færir upplýsingar sjálfkrafa inn á framtalið þegar það er opnað í fyrsta skipti. Lán þessa hóps ættu því að vera komin inn á framtalið.

Ef eitthvað er óljóst eða frekari spurningar vakna varðandi skráningu lána inn á framtal má leita í framtalsaðstoð í síma 442 1414 eða senda fyrirspurn á framtal@skatturinn.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum