Lög um kílómetragjald á öll ökutæki samþykkt á Alþingi

19.12.2025

Lög um kílómetragjald á ökutæki voru samþykkt á Alþingi í gær. Þar er kveðið á um að eigendur allra ökutækja skuli skrá kílómetrastöðu og greiða kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra. 

Lögin taka gildi frá og með 1. janúar 2026 og verður skráning kílómetrastöðu og greiðsla kílómetragjalds með sama hætti og hefur verið undanfarin tvö ár fyrir eigendur rafmagns- og tengiltvinnbíla. 

Fyrsti reikningur fyrir áætluðum meðalakstri verður með gjalddaga 1. febrúar. 

Nýtt kílómetragjald mun eiga við um öll ökutæki, það er:

  • Bifhjól
  • Fólksbíla og jeppa
  • Vörubíla og rútur
  • Þunga eftirvagna
  • Dráttarvélar

Nú þegar er opið fyrir skráningu kílómetrastöðu fyrir alla bíla á Mínum síðum Ísland.is

Nánari upplýsingar um kílómetragjald


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum