Breyting á lögum um bifreiðagjald
Frá og með 1. september 2025 eru bifreiðir í eigu þeirra sem fá hlutaörorkulífeyri og sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá Tryggingastofnun undanþegnar bifreiðagjaldi. Þetta er til viðbótar við aðra hópa sem þegar eru undanþegnir bifreiðagjaldi.
Hvernig fer niðurfellingin fram?
Bifreiðagjald þeirra sem uppfylla skilyrðin verður fellt niður frá og með 1. september 2025 til áramóta. Að öllu óbreyttu ættu þau sem fá niðurfellingu frá 1. september 2025 að fá sjálfkrafa niðurfellingu næst við upphaf 1. gjaldtímabils 2026.
Inneign
Hafi bifreiðagjald verið greitt út gjaldtímabilið myndast inneign. Skuldi eigandi bifreiðar önnur opinber gjöld kemur inneignin til lækkunar annars fæst hún endurgreidd. Skrá þarf bankareikning á Mínum síðum Ísland.is eða senda beiðni á viðkomandi innheimtumann.
Hægt er að skoða inneignar- eða skuldastöðu við ríkissjóð á Mínum síðum Ísland.is undir fjármál.
Niðurfelling bifreiðagjalds
Heimilt er að fella niður af einni bifreið í eigu einstaklings og ef einstaklingur á fleiri en eina bifreið nær niðurfellingin til þyngstu bifreiðar í eigu hvers og eins.
Viðkomandi þarf að vera skráður eigandi eða umráðamaður samkvæmt eignarleigusamningi til að hægt sé að fella niður bifreiðagjald. Ekki er nóg að bifreið sé skráð á maka.
Ef bifreiðagjald fellur ekki sjálfkrafa niður
Ef einstaklingur sem fær hlutaörorkulífeyri eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins fær ekki sjálfkrafa rafræna niðurfellingu eftir 1. september 2025, þarf viðkomandi að sækja um það sérstaklega eftir 15. september 2025.
Hvernig er sótt um niðurfellingu?
Fyllta þarf út eyðublaðið RSK 15.23 og:
- senda í tölvupósti á netfangið trukkur@skatturinn.is
- eða koma með það útfyllt í næstu afgreiðslu Skattsins
- eða senda í pósti til Skattsins, Katrínartúni 6, 101 Reykjavík
Ítarefni
Nánari upplýsingar um bifreiðagjald
