Breyting á bankadögum – 30. desember síðasti bankadagur ársins
Vakin er athygli á breytingum sem Seðlabanki Íslands tilkynti fyrr á árinu er varða reglur um millibankagreiðslukerfi. Gamlársdagur telst ekki lengur sem viðskiptadagur.
Áður var gamlársdagur, 31. desember, virkur bankadagur fram til hádegis en er það ekki lengur skv. tilkynningu Seðlabanka Íslands í Stjórnartíðindum.
Þetta þýðir að framkvæma þarf allar þær greiðslur sem bókast eiga fyrir lok árs í síðasta lagi 30. desember.
Greiðslur sem nema 10.000.000 kr. eða hærra þarf að framkvæma fyrir klukkan 16:15 þann 30. desember.
Athugið að greiðslur sem greiddar eru 31. desember bókast næsta virka dag og kunna vextir að bætast við upphæðina.
