Fréttir og tilkynningar


Endurgreiðsla raffangaeftirlitsgjalds

12.1.2023

Með dómi Landsréttar 25. mars 2022 í máli nr. 744/2020 var innheimta gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum (QB-gjald) dæmd ólögmæt. Gjaldtakan byggðist á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og var nánar útfærð reglugerð um raforkuvirki.

Í samræmi við niðurstöðu Landsréttar var innheimtu gjaldsins hætt frá og með 20. apríl 2022 og í samstarfi við Fjársýslu ríkisins hefur verið unnið að endurgreiðslu gjaldsins til innflytjenda.

Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum sem greitt var á tímabilinu frá 25. mars 2018 og til 20. apríl 2022 verður endurgreitt á næstu dögum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum