Opnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024, vegna tekna 2023, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.
Opna framtal á þjónustuvef Skattsins
Leiðbeiningar
Hægt er að sækja framtalsleiðbeiningar í pdf-útgáfu hér.
RSK 8.05 | Skattframtal rekstraraðila 2024 - leiðbeiningar og dæmi |
RSK 8.18 1/2024 | Framtalsgerð og upplýsingaskil rekstraraðila 2024 |