Fréttir og tilkynningar


Heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar á leiðrétting.is framlengd

18.9.2023

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024. Umsækjendur þurfa að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun fyrir 30. september 2023.

Umsækjendur þurfa að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun

Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán þurfa að óska eftir að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram.

Þetta er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur.

Á þetta við um mig?

Já, ef þú sóttir um ráðstöfun inn á lán á leidretting.is.

Nei, ekki ef þú sóttir um ráðstöfun eða úttekt í tengslum við úrræðið fyrsta íbúð á skattur.is.

Gildistími

Þau sem kjósa að framlengja ráðstöfun fyrir 30. september halda óskertu ráðstöfunartímabili.

Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2023 og engar frekari greiðslur berast inn á lán eftir það.

Frestur til að samþykkja áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2023. Eftir það fellur gildandi umsókn úr gildi. Hægt er að sækja um aftur en nýjar umsóknir gilda aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum