Fréttir og tilkynningar


Skil á ársreikningum til opinberrar birtingar

20.7.2023

Frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 verður ekki lengur tekið á móti ársreikningum eða samstæðureikningum á pappír. Öllum ársreikningum skal skilað í gegnum þjónustuvef embættisins, þ.e. www.skattur.is.

Þann 19. júlí 2023 voru birtar í Stjórnartíðindum reglur um rafræn skil ársreikninga til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Reglurnar byggja á breytingu á 4. málsl. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, þar sem fram kemur að ársreikningum og samstæðureikningum skuli skilað rafrænt í samræmi við reglur sem ársreikningaskrá setur.

Frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 verður ekki lengur tekið á móti ársreikningum á pappír. Þess í stað skulu öll félög sem falla undir gildissvið ársreikningalaga skila ársreikningi með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum