Fréttir og tilkynningar


Sérstakur vaxtastuðningur ákvarðaður

22.5.2024

Við álagningu opinberra gjalda 2024 er framteljendum sem uppfylla ákveðin skilyrði ákvarðaður sérstakur vaxtastuðningur. Lög um hann voru sett í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024.

Sérstakur vaxtastuðningur er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali. Ekki þarf að sækja um hann.

Á álagningarseðli er ábending birt hjá þeim sem eiga möguleika á sérstökum vaxtastuðningi, en niðurstaðan (fjárhæðin) er birt á þjónustusíðu framteljanda, á skattur.is.

Ráðstöfun og val á láni

Ólíkt vaxtabótum er sérstakur vaxtastuðningur ekki greiddur út, heldur er fjárhæðinni ráðstafað inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Á þjónustusíðunni skattur.is þarf framteljandi að tilgreina inn á hvaða lán skuli greiða. Það skal gert á tímabilinu 1.-30. júní 2024. Ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar, samkvæmt skattframtali.

Nánari upplýsingar um sérstakan vaxtastuðning


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum