Fréttir og tilkynningar


Hald lagt á ólögleg lyf hér á landi í alþjóðlegri aðgerð

13.3.2024

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum.

Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023.

Á heimsvísu var hald lagt á lyf að andvirði 64 milljónir evra, 1.284 einstaklingar voru ákærðir og 52 skipulagðir glæpahringir rannsakaðir.

Hér á landi var lagt hald á tæplega 16 þúsund töflur og þar á meðal voru tæplega 11 þúsund töflur af fíknilyfjum.

Tollgæslan og Lyfjastofnun nutu liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við aðgerðina.

Nánar má lesa um aðgerðina í fréttatilkynningu Europol vegna SHIELD IV
Fake medicines worth EUR 64 million off EU markets

Tollgæslustjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum