Fréttir og tilkynningar


Skatturinn tekur þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana

21.11.2024

Skatturinn sendir nú þjónustukönnun til hluta viðskiptavina sinna með það að markmiði að kanna ánægju með þjónustuna og bæta hana. 

Örlítið hlutfall viðskiptavina Skattsins sem til okkar leita á næstunni gætu lent í úrtaki og fengið könnina senda í tölvupósti.

Könnunin er hluti af verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um mælingar á ánægju viðskiptavina með þjónustu hins opinbera. 

Tilgangur þjónustukönnunar ríkisstofnana er að meta ánægju með opinbera þjónustu og auðvelda stofnunum að skipuleggja þjónustuna þannig að hún reynist sem best. Niðurstöðurnar verða birtar á vef stjórnarráðsins.

Lesa nánar um verkefnið

Könnunin er framkvæmd af markaðsrannsóknarfyrirtækinu Prósent og er nafnlaus og órekjanleg. Ekki þarf að skrá sig inn eða gefa neinar persónuupplýsingar. 




Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum