Fréttir og tilkynningar


Umsóknarfrestur vegna endurgreiðslu VSK vegna vinnu við íbúðarhúsnæði ekki að renna út

16.8.2022

Þann 1. september nk. lækkar endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við byggingu, endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis úr 100% í 60%. 

Heimild til að sækja um endurgreiðslu er til staðar í sex ár frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist. Frestur til að sækja um endurgreiðslu er því ekki að renna út þann 31. ágúst nk.

Þau sem greitt hafa virðisaukaskatt vegna aðkeyptrar vinnu manna við byggingu íbúðarhúsnæðis eða vegna endurbóta eða viðhalds íbúðarhúsnæðis er bent á að ekki er nauðsynlegt að sækja um fyrir 31. ágúst nk. Réttur til endurgreiðslu er til staðar, líkt og að framan greinir, í sex ár. Gildir sá umsóknarfrestur hvort sem heimildin rann út þann 31. desember sl., 30. júní sl. eða rennur út nk. 31. ágúst.

Nánari upplýsingar um endurgreiðslur 
Nánar um útvíkkun úrræðis vegna heimsfaraldurs


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum