Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 30. september nk.
Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2022, en álagning lögaðila fer fram 31. október nk.
Framtal 2023
Vakin er athygli á að lokaskiladagur lögaðila á skattframtali 2023, vegna rekstrarársins 2022, er 30. september nk. Ekki er tryggt að framtöl sem berast eftir skilafrest fái skoðun fyrr en eftir að álagning fer fram 31. október nk. og eru þau sem eru í forsvari fyrir lögaðila hvött til að senda framtöl inn sem allra fyrst.
Nánari upplýsingar um framtal og álagningu lögaðila 2023
Hnappurinn
Stjórnendum örfélaga er sérstaklega bent á að kynna sér „Hnappinn“, en það er einföld og þægileg lausn fyrir smærri félög til að skila ársreikningi til birtingar í Ársreikningaskrá. Eftir að örfélag hefur skilað inn skattframtali er hægt að útbúa sjálfkrafa ársreikning sem byggður er á upplýsingum úr skattframtalinu.