Hnappurinn, rafræn skil á ársreikningum

.

Almennt

Hnappurinn er einföld og þægileg lausn fyrir félög til að skila ársreikningi. Félög sem falla undir skilgreiningu laga um ársreikninga um örfélög og falla ekki undir 8. mgr. 3. gr. laganna, geta nýtt sér hann.

Örfélögum er heimilt að láta semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit sem byggð eru á skattframtali þeirra í stað ársreiknings. Teljast þau gefa glögga mynd af afkomu félagsins.

Hnappsreikningi skilað í gegnum þjónustuvef Skattsins

Eftir að skattframtali örfélags hefur skilað inn er farið inn á þjónustuvef Skattsins með aðalveflykli félagsins (eða skilalykli fagaðila) og svo Vefskil > Ársreikningaskrá > Skil ársreiknings. 

Þar má velja að láta Skattinn útbúa ársreikning félagsins byggðan á innkomnu skattframtali. Við skil á „hnappsreikningi“ þurfa félög að staðfesta að þau uppfylli viðbótarskilyrði í lögum um ársreikninga, þar með talið að félagið beiti kostnaðarreikningsskilum og ekki sé um fjárfestingarfélag að ræða. Upplýsa þarf um eignarhald og stjórnendur og svara þarf spurningum um hvort til staðar séu skuldbindingar utan efnahagsreiknings, hvort eigendur eða stjórnendur hafi fengið lán eða aðra fyrirgreiðslu og hvort félagið hafi keypt, selt eða eigi eigin hluti.

Skatturinn útbýr svo ársreikning byggðan að framangreindum upplýsingum og sér um að skila reikningnum til ársreikningaskrár til birtingar.

Ítarefni

Hvar eru reglurnar?

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum