Staðgreiðsluprósentur 2023 birtar með fyrirvara
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt á vef Stjórnarráðsins tilkynningu um breytingar á tekjuskatti einstaklinga og útsvarsprósentum sveitarfélaga vegna staðgreiðsluársins 2023.
Skattprósentur þær er birtar eru í tilkynningunni eru með
þeim fyrirvara að meðalútsvar sveitarfélaga mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir 30.12.2022. Áætluð prósenta
er því sem hér segir:
Skattprósentur | 2023 |
Prósenta í 1. þrepi: | 31,45% (þar af 14,67% áætlað útsvar) |
Prósenta í 2. þrepi: | 37,95% (þar af 14,67% áætlað útsvar) |
Prósenta í 3. þrepi: | 46,25% (þar af 14,67% áætlað útsvar) |
Allar fjárhæðir og prósentur verða uppfærðar á vef Skattsins um leið og þær liggja fyrir og eru staðfestar.
Persónuafsláttur 2023
Fyrir liggur að persónuafsláttur verður á árinu 2023 59.665 á mánuði.
Skattþrep 2023
Þrepamörk milli skattþrepa liggja einnig fyrir og verða eftirfarandi:
Þrepamörk milli skattþrepa | á ári | á mánuði |
Þrepamörk milli 1. og 2. þreps: | 4.919.833 kr. | 409.986 kr. |
Þrepamörk milli 2. og 3. þreps: | 13.812.143 kr. | 1.151.012 kr. |