Félag sektað á grundvelli laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Þann 2. desember 2022 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á Sentor ehf., kt. 480506-0810, vegna brots á ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Félagið framkvæmdi ekki aukna áreiðanleikakönnun í
samræmi við ákvæði laganna.
Úrbótakrafa hafði áður verið lögð fyrir félagið þar sem því var gert að bæta aðferðir og verklag við framkvæmd aukinnar áreiðanleikakönnunar. Ákvörðun þessi er tilkomin vegna ófullnægjandi framkvæmdar félagsins á aukinni áreiðanleikakönnun og vegna þess að úrbótakröfu sem embættið lagði fyrir félagið taldist ekki fullnægt.
Með ákvörðun þessari hefur ríkisskattstjóri lagt á félagið stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500.000 kr.