Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um skuld við ríkissjóð

24.1.2023

Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt á pósthólfi viðkomandi á vefsíðunni Ísland.is.

Skoða nákvæma skuldastöðu á Ísland.is

Sjá hvort gerð greiðsluáætlun sé enn í gildi á Ísland.is

Að gera greiðsluáætlun

Það er fljótlegt og auðvelt að gera greiðsluáætlun. Hægt er að stilla af fjárhæð mánaðarlegrar greiðslu og tímalengd eftir því hver greiðslugetan er.

Prókúruhafar geta gert greiðsluáætlun fyrir hönd félaga sinna á ísland.is að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Lesa nánar um greiðsluáætlanir

Greiðsluáætlun léttir greiðslubyrði og frestar innheimtuaðgerðum. Hafa ber í hug að þegar greiðsluáætlun er gerð leggjast samt dráttarvextir á skuldina ef hún er fallin yfir eindaga. Með gerð greiðsluáætlunar er fyrning krafna rofin.

Ferlið er hægt að gera á íslensku og ensku

Umsóknarferli um greiðsluáætlun á ísland.is er aðgengilegt á íslensku og ensku.

Upplýsingar um greiðsluáætlanir á ensku

Greiða upp skuld

Heimilt er að greiða aukalega inn á skuld eða greiða upp að fullu með millifærslu. Það má gera hvenær sem er óháð greiðsluáætlun.

Reikningur: 0101-26-85002
Kennitala Skattsins: 540269-6029

Kvittun skal senda á netfangið 85002@skatturinn.is. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum