Konur og kvár leggja niður störf hjá Skattinum
Opið verður hjá Skattinum á morgun 24. október til klukkan 14 og nauðsynleg lágmarksþjónusta tryggð. Búast má við hnökrum á þjónustu vegna fjarveru kvenna og kvára.
Upplýsingaver verður opið en verður fáliðað og má búast við skertri þjónustu.
Viðskiptavinum er bent á sjálfsafgreiðsluleiðir á vef Skattsins
- Skuldastöðu við ríkissjóð má nálgast á Mínum síðum Ísland.is
- Sækja má um að gera greiðsluáætlun í einföldum skuldamálum á Ísland.is
- Upplýsingar um nýttan persónuafslátt og staðgreiðslu skatta er á þjónustuvef Skattsins
Öllum fyrirspurnum sem berast verður svarað strax eftir helgi.
Okkur hjá Skattinum þykir mikilvægt að styðja við konur og kvár sem eiga enn undir högg að sækja og styðjum því öll sem leggja niður störf á morgun og leggja baráttunni um jafnrétti lið.
