Fréttir og tilkynningar


Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fjórða árið í röð

13.10.2023

Á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, var Skattinum veitt viðurkenning Jafnvægisvogarinnar. Viðurkenningin er veitt þeim sem hafa jafnt kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar.

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 89 fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnanna úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

Þetta er í fjórða sinn sem Skatturinn hlýtur þessa viðurkenningu, en í framkvæmdastjórn Skattsins sitja 11 manns, þar af fimm karlar. 



Aðalheiður Sigurjónsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Skattsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum