Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

14.10.2025

Skatturinn hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir að hafa náð markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í efsta stjórnendalagi.

Fanney Einarsdóttir heldur á viðurkenningarskjali Skattsins

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og markmið hennar er að stuðla að jafnari kynjahlutföllum í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi og opinberum rekstri.

Í ár hlutu alls 128 aðilar viðurkenningu, þar af 22 opinberir aðilar – og er Skatturinn er stoltur þeirra á meðal eins og undanfarin ár.

Viðurkenningunni fylgir tré að gjöf sem verður gróðursett í Jafnréttislundi FKA.

Lesa nánar um Jafnvægisvogina 


Hópmynd af viðurkenningarhöfum með viðurkenningarskjöl

Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2025


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum