Skatthlutfall, skattþrep og persónuafsláttur ársins 2025

20.12.2024

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið frá sér tilkynningu um skattbreytingar á árinu 2025. Þar kemur meðal annars fram hvert staðgreiðsluhlutfall næsta árs verður, sem og fjárhæð persónuafsláttar og hvar skattþrepamörkin munu liggja.

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2025

Skattþrep 1: Af tekjum 0 – 472.005 kr.31,49%
Skattþrep 2: Af tekjum 472.006 - 1.325.127 kr.37,99%
Skattþrep 3: Af tekjum yfir 1.325.127 kr.46,29%
Skatthlutfall barna (fædd 2010 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári6%
Persónuafsláttur á mánuði68.691 kr.
Persónuafsláttur á ári824.288 kr.

Vefur Skattsins verður uppfærður til samræmis.

Lesa tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum