TOB leyfi í tollakerfi
Vakin er athygli á að kóði fyrir innflutning á tóbaki til einkanota er orðinn virkur í tollakerfi (TOB leyfi) og tekur til innfluttra sendinga sem innihalda tóbak til einkanota.
Samkvæmt lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, skal tóbak sem kemur til landsins uppfylla ákvæði II. kafla laganna, varðandi innihald, merkingar o.fl. Fjarsala, þ.e. sala erlends aðila til innflytjanda hér á landi er óheimil, sbr. 6. gr. h. laganna.
Samkvæmt lögum nr. 110/2023, sem breyttu lögum um tóbaksvarnir, annast Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) framkvæmd ákveðinna hluta laganna og hefur eftirlit með ýmsum atriðum varðandi tóbaksvarnir. Í því felst m.a. að banna innflutning ef tóbaksvörur uppfylla ekki skilyrði laganna og krefja innflytjendur um nauðsynleg gögn og upplýsingar til að sinna hlutverki sínu.