Fréttir og tilkynningar


Andorra og Ísland gera með sér tvísköttunarsamning

7.12.2022

Samninganefndir Andorra og Íslands luku gerð samnings til að koma í veg fyrir tvísköttun þann 1. desember 2022 í Andorra la Vella.

Fulltrúi Íslands tekur í höndina á fulltrúa Andorra. Þau standa bak við borð og á því eru fánar landanna beggja.Helga Jónsdóttir skrifstofustjóri hjá Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands og Marc Ballestà skrifstofustjóri hjá Fjármálaráðuneyti Andorra árituðu samninginn fyrir hönd ríkjanna.

Samningurinn bíður núna fullgildingar hjá stjórnvöldum ríkjanna.

Lesa nánar um tvísköttunarsamninga

Lesa tilkynningu stjórnarráðsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum