Þú vilt ekki missa af bréfunum frá okkur

16.12.2024

Frá og með 1. janúar 2025 birtast bréf frá Skattinum í stafræna pósthólfinu á Ísland.is. Þetta gildir um einstaklinga og lögaðila sem eru með útgefna kennitölu.

Aðgangur að bréfum og tilkynningum frá Skattinum verður eftir sem áður til staðar á þjónustusíðu Skattsins. Breytingin er liður í innleiðingu laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Markmiðið er að bæta þjónustu og auka öryggi við sendingu gagna.

Skoðaðu hnipp stillingarnar þínar (notification) á Mínum síðum á Ísland.is svo bréfin frá okkur fari ekki framhjá þér.

Á Ísland.is, undir Mínum stillingum, er hægt að óska eftir að fá öll bréf send á pappírsformi á lögheimili samhliða birtingu í stafrænu pósthólfi. Hægt er að sækja um sömu þjónustu með því að mæta á skrifstofu sýslumanna og framvísa skilríkjum. Réttaráhrif birtingar miðast þrátt fyrir það við tíma birtingar í stafrænu pósthólfi.

Nánari upplýsingar um Stafrænt pósthólf hjá Skattinum

Nánari upplýsingar um Stafrænt pósthólf hjá Ísland.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum