Fréttir og tilkynningar


Villa við álagningu kílómetragjalds leiðrétt

5.4.2024

Við útreikning álagningar kílómetragjalds vegna febrúar kom upp villa sem varð til þess að hluti raf- og tengiltvinnbílaeigenda fengu ranga álagningu. 

Gripið hefur verið til aðgerða, villan verið leiðrétt og ný og lægri álagning send til hlutaðeigandi.

Krafa í heimabanka kemur því til með að lækka og þau sem hafa þegar greitt röngu kröfuna fá mismuninn endurgreiddan.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum