Fréttir og tilkynningar


Birting álagningar lögaðila 2023

25.10.2023

Álagning lögaðila fer fram 31. október nk. og eru álagningarseðlar birtir á þjónustuvef Skattsins 25. október. Kröfur vegna innheimtu gjalda í kjölfar álagningar birtast í netbönkum sama dag.

Forsendur álagningar og skýringar á seðli

Skatturinn birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Farið er yfir skatta og gjöld sem lögð eru á í álagningu og af hvaða stofni þau eru reiknuð.

Kærufrestur er til 30. nóvember nk.

Lesa nánar

Auðkenning á þjónustuvef

Álagningarseðill lögaðila er birtur á þjónustuvef Skattsins og er þar aðgengilegur. Nauðsynlegt er að auðkenna sig við innskráningu með veflykli.

Lesa nánar um veflykla

Innheimta skulda

Innheimta skatta og gjalda í kjölfar álagningar er í höndum innheimtumanns í hverjum landshluta. Á höfuðborgarsvæðinu er það í höndum Skattsins en utan þess viðkomandi Sýslumanns.

Gjalddagar eru tveir, 1. nóvember og 1. desember.

Nákvæma greiðslustöðu má sjá á mínum síðum á Ísland.is undir fjármál.

Dreifa greiðslum á lengra tímabil

Mögulegt er að fyrir lögaðila að gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslum á lengra tímabil.

Sækja um greiðsluáætlun

Áætlanir – framtali ekki skilað

Hafi skattframtali lögaðila ekki verið skilað inn ber að skila því eins fljótt og auðið er. Enn er opið fyrir framtalsskil á þjónustuvef Skattsins.

Framtölum sem skilað var inn eftir framtalsfrest þann 30. september sl. fá í flestum tilfellum áætlun, en eru tekin fyrir og afgreidd sem kærur við fyrsta tækifæri.

Opna þjónustuvef

Kærufrestur er til 30. nóvember nk.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum