Fréttir og tilkynningar


Fyrirhuguð slit og skipti þeirra lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur

12.1.2023

Með nýlegri lagabreytingu var ríkisskattstjóra falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum.

Fyrirhugað er að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi. Í Lögbirtingablaði hefur verið skorað á þá lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur að sinna skráningarskyldu sinni. Tveggja vikna frestur er veittur til að fullnægja skráningarskyldu og miðast upphaf frestsins við birtingardag áskorunar í Lögbirtingablaði þann 11. janúar 2023. Áður en tveggja vikna frestinum lýkur getur fyrirsvarsmaður aðila óskað eftir því að fresturinn verði framlengdur allt að tveimur vikum og ber ríkisskattstjóra að verða við því ef hann telur lögmætar ástæður réttlæta frekari drátt á að skráningarskyldu sé sinnt.

Ríkisskattstjóri hvetur alla þá sem eiga eftir að skrá raunverulega eigendur að ganga frá skráningu. Sjá frekari leiðbeiningar hér að neðan.

Fletta upp félagi og sjá hvort raunverulegur eigandi hafi verið skráður

Leiðbeiningar um skráningu raunverulegra eigenda og móttöku gagna

Skráning rafrænt

Skráður stjórnarmaður, prókúruhafi, framkvæmdastjóri, endurskoðandi eða skoðunarmaður félagsins skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum.

Eftir innskráningu skal smella á „Félög sem ég tengist“. 

Á þjónustuvefnum er hægt að skrá og breyta raunverulegum eigendum félagsins og hlaða inn fylgigögnum. 

Skráning á pappír

Séu forsvarsmenn félags ekki með rafræn skilríki er hægt að senda útfyllt eyðublað, RSK 17.27 eða RSK 17.28 (félagasamtök og sambærilegir aðilar).

Útfyllt eyðublöð ásamt fylgigögnum má senda eða afhenda í afgreiðslu Skattsins, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík eða senda skannað eintak á fyrirtaekjaskra@skatturinn.is

Ef gögnin eru send í læstu skjali er óskað eftir að lykilorð sé sent í öðrum tölvupósti.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.

Skráning raunverulegra eigenda

Skráning raunverulegra eigenda fyrir félagasamtök


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum